Reglur:

 

 

Þátttökugjald:

  • Gjaldið er 1.000 kr. sem rennur óskipt beint til sigurvegarans. Leggið inn á reikning 0344-26-011500 á kennitölu 3112733459.
  • Þessi lið eru búin að borga: Hawks

 

Fyrirkomulag:

  • Tímabilinu er skipt í 5 hluta. Fyrstu 4 hlutarnir eru almennar riðlakeppnir og seinasti hlutinn er úrslitaviðureign.
  • Riðlakeppnirnar eru fjórar og samanstanda þær allar af fjórum mótum (samtals 16 mót). Áður en hver riðill hefst er dregið í riðla og eru 4 lið saman í hverjum riðli. Það er algjörlega tilviljanakennt hvernig riðlarnir raðast saman og því gæti farið þannig að sum lið eru alltaf saman í riðli og sum lið aldrei saman í riðli.
  • Úrslitaviðureignin er þannig að þau 4 lið sem eru efst eftir þessar 4 riðlakeppnir (16 mót) samkvæmt stigaskori leiksins fara í úrslitariðil. Hin 8 liðin keppa um sæti 5-12 eftir reglum sem verða kynntar síðar. Þessi úrslitaviðureign verður 3-4 mót (fer eftir því hvort Bahrein mótið verður með eða ekki). Öll lið byrja með 0 stig í úrslitaviðureigninni. Það lið sem hefur þó flest stig fær að ráða hvar í röðinni það er í riðlinum og ræður þannig hvar það er í röðinni að velja sér ökumenn. Lið með næstflest stig fær næst að velja sitt sæti o.s.frv. Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn þá gildir hvaða lið hefur skorað hæst í einum riðli.
  • Málið snýst um að komast í úrslitariðilinn.

 

Riðlarnir:

  • Dregið er í riðla í upphafi tímabils og svo strax að loknu 4. hverja móti. Eftir að búið er að draga í riðla að þá er sendur út póstur á viðkomandi keppendur í þeim riðli þar sem þeir velja sér sína Drivera eftir því í hvaða röð þeir voru dregnir í í riðilinn.
  • Ef viðkomandi lið er dregið í sama sæti og það hefur verið í tvisvar áður verður dregið að nýju í þann riðil. Þetta á ekki við um lokariðlana.
  • Sá sem fyrstur var dreginn í riðilinn fær fyrsta valmöguleika á að velja Driver 1. Sá sem var nr. 2 fær næsta möguleika o.s.frv. Þegar þátttakandi nr. 4 fær svo að velja snýst hringurinn við þegar hann er búinn að velja Driver 1. Þannig velur þátttakandi nr. 4 Driver 1 og svo strax Driver 2. Sjá meðfylgjandi skýringarmynd. (Held að þetta fyrirkomulag kallist Snake þekkjum þetta vel sem spilum NFL Fantasy)

Valröðin

  • Þannig má engin velja Driver sem annar er búinn að velja. Þannig að sá sem er fyrstur í röðinni velur sér líklega besta ökumanninn en þegar hann velur sér Driver 2 þá eru flestir af snillingunum farnir.
  • Einungis er valið um tvo Drivera - ekkert annað þarf að velja.

 

Stigin:

  • Það eru í raun tvö mót í gangi allt tímabilið. Riðlakeppnin sem er í 4 mót í senn og svo aðalleikurinn. Þau stig sem maður vinnur í riðlakeppninni flytjast ekki yfir í stigin sem gefin eru í aðalleiknum. En maður vill vinna riðilinn til að fá sem flest stig í aðalleiknum. Þegar 4 mót eru búinn og þar með klárast riðillinn að þá fá liðin þessi stig eftir því hvar þau eru í riðlinum:

 

Sæti

Stig

1. sæti

6

2. sæti

4

3. sæti

2

4. sæti

1

  • Þessi stig reiknast svo áfram þegar næsti riðli líkur. Þannig er eftir tvo riðla hæst hægt að hafa 12 stig og minnst 2 stig. Þannig er mest hægt að vinna sér inn 4*6= 24 stig í aðalleiknum yfir tímabilið (í 4 riðlum).

 

  • Stigin í riðlakeppninni eru þau sömu og í alvöru stigagjöf hjá F1:

 

Sæti

Stig

1. sæti

25

2. sæti

18

3. sæti

15

4. sæti

12
5. sæti 10
6. sæti 8
7. sæti 6
8. sæti 4
9. sæti 2
10. sæti 1

 

  • Þannig getur lið fengið mest 43 stig í einu móti (25+18) og 172 stig fyrir riðilinn (4*43).
  • Ef tvö lið eru jöfn að stigum í lok riðils að þá er það lið ofar sem skoraði hæst í einstöku móti. Ef enn er jafnt að þá er það næst hæst o.s.frv. Þannig er að ef lið A skoraði hæst 40 stig í móti 2 og lið B skoraði 38 stig í móti 1 að þá vinnur lið A sætið.
  • Ef lið eru jöfn og skoruðu sömu stig í öllum mótum þann riðilinn þá fá bæði liðin sömu stig og fyrir efsta sætið. Þ.e. ef tvö lið eru í 2. sæti þá fá þau bæði 4 stig. Þetta á aðeins við ef greinin hér á undan á ekki við.

 

Fjarverandi Driverar:

  • Ef upp kemur sú staða að lið sem valdi t.d. Driver 1 Vettel og Vettel meiðist og verður frá keppni 1 eða fleiri mót að þá má hinn sami setja Vettel á bekkinn hjá sér og velja nýjan Driver í hans stað. Ef Vettel kemur svo aftur til leiks áður en riðili líkur að þá verður Vettel að taka sitt sæti aftur.

 

Wildcard:

  • Einu sinni á tímabilinu í riðlakeppninni (ekki úrslitamótinu) má nota Wildcard. Það virkar þannig að þú setur Driver 1 eða Driver 2 aftur á markaðinn og velur annan ökumann í staðinn fyrir hann. T.d. ef Vettel er ekkert að standa sig og þú vilt losna við hann getur þú einu sinni á tímibilnu látið Vettel frá þér og valið annan ökumann sem ekki er þegar valinn af hinum.
  • ATH að þegar þú setur þinn ökumann aftur á markað að þá má hvert af hinum liðunum einnig spila sínu WIldcardi og velja þann ökumann til sín.
  • MIKILVÆGT er að spila Wildcardi fyrir klukkan 23:59 á miðvikudegi FYRIR mót. Ekki er leyfilegt að spila Wildcardi seinna en það.
  • Ef þú vilt spila Wildcardi þá sendir þú póst á mig hawkhalf[hja]gmail.com og segir að þú ætlir að spila Wildcardi. Fyrstur til að senda þann póst fær fyrsta valmöguleika ef fleiri en einn spila því. Ef fleiri en einn spila því og báðir ætluðu að velja sama ökumann þá má sá sem var seinni til draga sitt Wildcard til baka og nota síðar.

 

Vafaatriði:

Ef upp koma vafaatriði eins og alltaf gerist að þá mun ég dæma úr því með hliðsjón af umræðum á F1.com en auðvitað ef vafatriðin eru þess eðlis að þá munum við í gegnum tölvupósta ræða málin og taka ákvörðun saman.